Sónað frá öllum stóðhestum á vegum Úrvalshesta

5. ágúst, 2014

Á næstu dögum verður sónað frá öllum stóðhestum á vegum Úrvalshesta, þeim Eldi frá Torfunesi, Narra frá Vestri-Leirárgörðum, Trymbli frá Stóra-Ási og Þey frá Holtsmúla I.  Hringt verður í eigendur þeirra hryssa sem sónast með fyli og biðjum við því viðskiptavini að vera í startholum með að sækja sínar hryssur.  Þær hryssur sem sónast geldar fara aftur í hólfið með viðeigandi hesti nema að rætt hafi verið við okkur um annað.  Sónað verður frá Eldi og Þey fimmtudaginn 7. ágúst, frá Narra þriðjudaginn 12. ágúst, og Trymbli miðvikudaginn 13. ágúst.

Greiða þarf toll fyrir fengnar hryssur áður en þær eru sóttar og óskast upphæðin lögð inn á eftirfarandi reikning:

0308 - 13 - 302610
kt. 660702 - 2610

Vinsamlega sendið kvittun með sms í síma 659 2237 eða tölvupósti á svanhildur@urvalshestar.is þegar greiðsla hefur verið innt af hendi.

Þegar búið er að sóna tökum við við nýjum hryssum undir alla hestana og eru ennþá pláss laus hjá þeim öllum.  Allar nánari upplýsingar í síma 659 2237, 659 2238 og hjá Ragnheiði í síma 865 0027 (Austvaðsholt).  Upplýsingar um alla hestana má finna hér:

 

 

Sónað frá öllum stóðhestum á vegum Úrvalshesta