Stóðhestar í Holtsmúla sumarið 2015

23. febrúar, 2015

Hann er glæsilegur listinn af hestum sem hrossaræktendum stendur til boða hér í Holtsmúla í sumar.  Búið er að staðfesta fjóra hesta sem verða hérna, en fleiri gætu bæst í þennan hóp.  Hvort sem þú vilt rækta klárhest eða alhliða hest, brúnan hest eða vindóttan eða moldóttan, álóttan eða leirljósan, nú eða bara rauðblesóttan eða jarpan, þá stendur það til boða hér í Holtsmúla.  Allir hestarnir eru með fyrst verðlaun fyrir bæði byggingu og hæfileika, og tveir hestar eru með yfir 8,60 fyrir byggingu sem er með því hærra sem gerist.  Allir hafa sannað sig með háum hæfileikadómi og sumir orðnir nógu gamlir til að hafa nú þegar get vel í keppni, en framtíðin er annarra.  Þeir eru allir með háa kynbótagildisspá, og endilega smelltu bara hér til að skoða þetta allt saman betur.

Á myndinni er Bragur frá Ytra-Hóli, stóðhestur með 9,5 fyrir tolt, brokk, stökk og fegurð í reið.

Stóðhestar í Holtsmúla sumarið 2015