Úrvalshestar bjóða upp á einkatíma í reiðkennslu.  Kennslan getur farið fram í Holtsmúla eða annars staðar eftir samkomulagi.   Við getum lánað hesta í reiðkennslu.

Við höfum tileinkað okkur aðferðafræði þar sem við sameinum þekkingu á líffæra- og lífeðlisfræði hestsins og sálfræði hans og öllu atferli.  Þannig leggjum við upp með að rækta skilning á viðfangsefninu, gagnkvæma virðingu, og byggja þannig upp sjálfstraust knapa og hests.

Einkatími 45 mínútur í reiðhöllinni í Holtsmúla kostar 8.500 ISK

Hestur með reiðtygjum að láni fyrir einkakennslu kostar 2.500 ISK