Árið byrjaði með stæl

4. janúar, 2016

Það snjóaði mikið hér aðfaranótt annars janúar, með tilheyrandi vandræðum þegar flutningabíll kom við til að sækja hross.  Skemmst er frá því að segja að hann sat kolfastur í snjóskafli og gat sig hvergi hrært.  Við höldum að myndirnar tali sínu máli, en ýmislegt var reynt til að losa trukkinn, en ekkert gekk þar til hann Davíð Jónsson á Skeiðvöllum kom á traktornum sínum og auðvitað reddaði málunum.  Það þurfti nú samt töluverðar tilfæringar til, eins og t.d. að taka fullt af hrossum af kerrunni, losa kerruna frá bílnum, moka öllum snjó frá o.fl.  Kisan Ponta horfði á þetta alveg forviða allan tímann.

Á myndinni eru galvaskir fjórir fræknir, frá vinstri Dabbi á Skeiðvöllum, Magnús bóndi í Holtsmúla, Jósef Gunnar Magnússon sonur Holtsmúlabóndans, og Bjössi á fasta bílnum!

Árið byrjaði með stæl