Eftirlit með stóðinu

27. nóvember, 2014

Það saxast á haustverkin þessa dagana, enda búið að vera allt á fullu í þeim.  Fyrst og fremst eru það smalamennskur.  Það þarf að reka öll hrossin heim úr sumarhögum, og flokka svo stóðið eftir aldri og holdafari.  Við erum búin að skipta þeim upp í fjöldamarga hópa svo að auðvelt sé að fylgjast með þeim.  Flest hrossin eru enn svo feit og pattaraleg að það er engin þörf á heygjöf næstum því strax ef veðrið verður áfram jafn gott og verið hefur undanfarið.  Folaldshryssurnar eru hins vegar eru komnar allar heim að bæ og nokkrar þeirra komnar á gjöf.   Við erum búin að gefa yfir tvö hundruð hrossum orma- og lúsalyf.  Það ættu því allir að vera vel settir fyrir veturinn.  Tamningarnar eru í fullum gangi, troðfullt hesthús af tamningatryppum sem fara skemmtilega af stað, og búið að taka inn eldri hross sem fara í framhaldsþjálfun.

Á myndinni er hún Sandra dýralæknir frá Dýralækni Sandhólaferju að munda sprautuna með ormalyfinu

Eftirlit með stóðinu