Glæsihesturinn Skugga-Sveinn frá Þjóðólfshaga sinnir hryssum í Holtsmúla í sumar

10. maí, 2019

Úrvalshestar bjóða upp á 1. verðlauna stóðhestinn Skugga-Svein frá Þjóðólfshaga til undaneldis í sumar.  Skugga-Sveinn er undan gæðingamóðurinni og Landsmótssigurvegaranum Pyttlu frá Flekkudal, en hún er heiðursverðlaunahryssu og þá er faðirinn ekki síður þekktur, hann Álfur frá Selfossi.

Skugga-Sveinn er með frábæran kynbótadóm upp á 8,49, þar á meðal 9 fyrir tölt, brokk, fegurð í reið og háls, og 9,5 fyrir hófa.

Tollur undir Skugga kostar 150.000 með standard þjónustugjaldi og virðisauka.  Hryssur velkomnar hvenær sem er eftir 8. júní.

Vinsamlega hafið samband fyrir allar nánari upplýsingar helst með tölvupósti, eða í síma 659 2237 eða 659 2238.  

Ræktunarkveðja, Úrvalshestar

Glæsihesturinn Skugga-Sveinn frá Þjóðólfshaga sinnir hryssum í Holtsmúla í sumar