17.09.2014 | Fréttir

Hauststörf

Í Holtsmúla er fjöldi hrossa í tamningu og þjálfun, en það er ekki þar með sagt að það sé ekki nóg að gera í öðrum verkum samhliða útreiðunum.  Í dag fórum við t.d. og rákum ógelta ungfola á milli hólfa, svo að þeir hafi nú örugglega nóg að bíta og brenna í komandi haustveðrum.  Þeir voru feitir og pattaralegir, og geta haldið áfram að bæta á sig því í hólfinu sem þeir voru settir í  var grasið svo mikið að það var farið að leggjast!  Síðustu hryssurnar eru að týnast heim fylfullar sem betur fer flestar, og það er klárt að næsta sumar verður mjög spennandi þegar folöldin fara að kíkja í heiminn.


Til Baka