27.10.2017 | Fréttir

Hausttilboð 2017 - Hestar til sölu

Allir fjögurra vetra geldingar búsins eru til sölu á sama verði, þ.e. hver hestur kostar 250.000 (án vsk).  Það má því segja að tilboðið gæti kallast fyrstur kemur fyrstur fær, því sá sem er fyrstur að versla getur valið besta hestinn!  Allir folarnir eru aðeins leiðitamir, mismikið þó.  Stærðin er frá meðal og upp í einn rosalega stóran, og litaflóran er mikil.  Í hópnum má finna þetta klassíska rauða, brúna og jarpa, en líka vindóttan, gráan og skjóttan.   Feðurnir eru allir með 1v, en þeir eru Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum, Hrannar frá Flugumýri, Þeyr frá Holtsmúla, Kjarni frá Þjóðólfshaga og Konsert frá Korpu.  Endilega skoðið listann með hestunum hér, og hafið svo samband til að fá frekari upplýsingar.  Við laumuðum líka tveimur árinu yngri með, þeir kosta aðeins 200.000 stykkið án vsk.  Tilboðið gildir aðeins út sunnudaginn þannig að nú er um að gera að vera fljótur að  ákveða sig, og renna svo austur í Holtsmúla að skoða hesta til sölu!

Verið velkomin um helgina, heitt á könnunni.

Listi yfir hesta til sölu


Til Baka