28.09.2018 | Fréttir

Lokasónar frá Þráni frá Flagbjarnarholti 8. október

Allar hryssur verða sónaðar og skorið úr um fyljun mánudaginn 8. október.   Þær verða því allar tilbúnar að fara heim og biðjum við eigendur að koma og sækja þær helst þennan dag.  Við munum samt hringja í hvern og einn með niðurstöður svo að hægt sé að gera upp áður en hryssa er sótt.

Þess má geta að Hestaflutningar munu mæta á staðinn og bjóða upp á ferðir fyrir hryssurnar heim á  hagstæðu verði.   Hægt er að hafa samband við þau (Rakel og Sævar) og panta í síma 892 3772.


Til Baka