13.09.2014 | Fréttir

Loksins kom Trúr í heiminn

Við erum búin að bíða mjög lengi eftir síðasta folaldi sumarsins, eða eigum við að segja ársins því það er náttúrulega löngu komið haust!  Hann fæddist í morgun, og hefur hlotið nafnið Trúr frá Holtsmúla.  Hann er undan Tíbrá frá Neðra-Seli og Aroni frá Strandarhöfði.  Trúr litli er gullfallegur og valdi sér sem betur fer hlýjan og fallegan dag til að mæta á, vonandi gengur honum vel að dafna í haustinu. 

Margar hryssurnar eru orðnar staðfestar fylfullar, en þó einar 9 eftir sem ekki er búið að sóna.  Við vorum svo heppin að ná tveimur hryssum, þeim Kráku og Hélu fylfullum við gæðingnum Konserti frá Hofi, svo eigum við 4 hryssur fylfullar við Arioni frá Eystra-Fróðholti, og margar hinna eru fylfullar við Trymbli, Eldi og Narra.  Konsert frá Korpu hefur einnig verið notaður töluvert, Stáli frá Kjarri á eina og Skýr frá Skálakoti á nokkrar, en við fengum afar fallegt folald undan honum í ár.

Við erum afar ánægð með folöld ársins, sem telja 19 hesta og 17 hryssur, og hlökkum til að sjá afrakstur sumarsins á næsta ári.


Til Baka