07.09.2014 | Fréttir

Sónum frá Narra fimmtudaginn 11.september

Fimmtudaginn 11. september munum við sóna frá Narra frá Vestri-Leirárgörðum.  Þær sem ekki er hægt að staðfesta fyl í munu fara aftur í hólfið með hestinum, en hringt verður í eigendur fylfullra hryssna.   Við biðjum þá sem eiga hryssur hjá Narra að vera í viðbragðsstöðu með að sækja þær ef við hringjum.  Við minnum einnig á að greiða þarf tollinn áður en hryssan er sótt og hér eru upplýsingar til að millifæra:

0308 - 26 - 102610
kt. 660702 - 2610

Vinsamlega sendið staðfestingu á greiðslu með tölvupósti á svanhildur@urvalshestar.is eða sms í númerið 659 2237.


Til Baka