27.06.2018 | Fréttir

Þráinn frá Flagbjarnarholti í Holtsmúla

Hryssueigendur sem eiga frátekið pláss undir Þráin frá Flagbjarnarholti strax eftir Landsmót eru beðnir um að koma með hryssur sínar í Holtsmúla mánudaginn 9. júlí milli 8:00 og 19:00.

Þráinn verður með sínum hryssuhópi þar til u.þ.b. 12 ágúst þegar við sónum og höfum samband við eigendur hryssna sem eru fengnar.   Þá verður bætt inn á hann samkvæmt biðlista.   Athugið að allir hryssueigendur verða að undirrita samning og greiða þarf allan kostnað vegna hryssu áður en hún fer.   Hér má nálgast samninginn og fylla út eða fylla út hér í Holtsmúla þegar komið er með hryssu.   

Samningur vegna veru hryssu í Holtsmúla hjá stóðhesti

Vinsamlega athugið að öll hross (hryssur og folöld þeirra) verða að vera örmerkt til að fara inn í girðinguna með hestinum.   Ef folöld eru ekki örmerkt þá bjóðum við upp á þá þjónustu.

Ef einhverjar spurning vakna eða ef þessi tími hentar illa þá vinsamlega hafið samband  símum 659 2237 eða 659 2238.


Til Baka