05.09.2018 | Fréttir

Þráinn frá Flagbjarnarholti, sónað fimmtudaginn 13. september

Sónað verður frá Þráni frá Flagbjarnarholti fimmtudaginn 13. september og hringt í eigendur fenginna hryssna.  Þær hryssur sem ekki er hægt að staðfesta  í verða einhverja daga lengur með hestinum, en hann svo tekinn seinnipart september úr hópnum og hryssurnar látnar bíða þar til hægt er að framkvæma lokasónar.   Sú dagsetning verður auglýst síðar.

Þeir sem vilja ekki láta hryssur sínar vera áfram með hestinum eftir 13. september geta haft samband og munum við þá taka þær frá honum og sóna þegar hægt er að staðfesta af eða á um fyljun.


Til Baka