25.11.2019 | Fréttir

Unghrossamat í fullum gír

Það er ekki bara nóg að gera í hefðbundnum frumtamningum hjá okkur, unghrossamatið er farið af stað á fullu og mörg hross hér í "skóla" sem eru fædd 2017 og 2018.  Þessi hross koma hingað oft í allt að tvær vikur, og á þeim tíma tekst oftast að kenna þeim að láta ná sér, teymast ásamt nokkrum fleiri grunnatriðum hestasiða.  Annar afar mikilvægur póstur við þessa vinnu er hversu vel við kynnumst hrossinu, og getum spáð fyrir um það hvernig hrossið muni nýtast í framtíðinni hvað varðar útlit, geðslag og ganglag.  Við endum á skemmtilegum tíma með eiganda hrossins þar sem við fyllum út eyðublað og stigum hrossið fyrir þessi atriði og skrifum þannig smá umsögn.

Á myndinni er hryssa á þriðja vetur sem er langt komin í sinni skólagöngu þetta árið, en þetta er hennar seinni vika.   Hún fékk að prófa að fá upp í sig lítil mél í dag í smástund og þótti aðeins skrítið :)  Það er okkar reynsla að svona vinna flýtir mikið fyrir tamningunni seinna meir og gerir hana léttari bæði fyrir manninn og ekki síður hestinn.


Til Baka