Ræktunarhryssur Úrvalshesta

Hér gefur að líta yfirlit yfir þær hryssur sem mynda uppistöðuna í hrossaræktinni í Holtsmúla. Hægt er að smella annað hvort á mynd eða nafn hverrar hryssu til að fá meiri upplýsingar um hana og afkvæmi hennar. Auk þessara hryssna höldum við oftast nokkrum ungum hryssum úr ræktuninni sem eru enn ósýndar en verða tamdar meira seinna, auk þess að fá leigðar eða lánaðar hryssur sem okkur finnst þess virði að sækja eitthvað í. Folaldahópurinn er því oftast nokkru stærri en hryssuhópurinn. Hægt er að skoða allar upplýsingar um hvern árgang fyrir sig hér.

Askja frá Þúfu

IS2001284556
Brún

Bygging: 7,98
Hæfileikar: 8,17
Aðaleinkunn: 8,09
1. Verðlaun

Faðir: Kraflar frá Miðsitju
Móðir: Skeifa frá Þúfu

Askja er léttbyggð og fótahá, með langan grannan háls. Hún er jöfn og góð alhliða hryssa sem er að gefa efnileg afkvæmi.

Í eigu Úrvalshesta

Skoða nánar

Blanda frá Hlemmiskeiði

IS1999287969
Rauðstjörnótt

Bygging: 7,96
Hæfileikar: 8,33
Aðaleinkunn: 8,18
1. verðlaun

Faðir: Glampi frá Kjarri
Móðir: Stjarna frá Bólstað

Í eigu Úrvalshesta

Skoða nánar

Brynja frá Skammbeinsstöðum

IS1997286868
Brún

Bygging: 8,11
Hæfileikar: 8,24
Aðaleinkunn: 8,19
1 Verðlaun

Faðir: Starri frá Skammbeinsstöðum
Móðir: Nótt frá Keldudal

Grimmvökur og viljug hryssa. Frábært geðslag og falleg bygging.

Í eigu Úrvalshesta

Skoða nánar

Drífa frá Steinnesi

IS1997256298
Jarpur

Bygging: 8,14
Hæfileikar: 7,98
Aðaleinkunn: 8,04
1 Verðlaun

Faðir: Skorri frá Blönduósi
Móðir: Assa frá Steinnesi

Drífa er aðsópsmikil og glæsileg hryssa með tölt sem bestu gangtegund.

Í eigu Úrvalshesta

Skoða nánar

Erna frá Neðra-Seli

IS1999281100
Brúnskjótt

Byggingadómur

Faðir: Hamur frá Laugarvatni
Móðir: Kría frá Lækjamóti

Erna er stór og stæðileg hryssa, kjörkuð klárhryssa með hreinar og jafnar gangtegundir.

Í eigu Úrvalshesta

Skoða nánar

Gríma frá Skíðbakka 3

IS1999284500
Rauðblesótt, glófext

Bygging: 8,21
Hæfileikar: 8,24
Aðaleinkunn: 8,23
1 Verðlaun

Faðir: Sörli frá Stykkishólmi
Móðir: Lísa frá Skíðbakka

Skrefmikil og rúm alhliða hryssa. Geðgóð og gullfalleg.

Í eigu Úrvalshesta

Skoða nánar

Kolfinna frá Gröf

IS2003237540
Grá fædd brún

Bygging: 8,01
Hæfileikar: 8,17
Aðaleinkunn: 8,11
1 Verðlaun

Faðir: Gustur frá Hóli
Móðir: Syrtla frá Keflavík

Kolfinna er geðgóð, falleg, alhliða geng og jöfn hryssa. Kolfinna er með 1v bæði fyrir byggingu og hæfileika.

Í eigu Úrvalshesta

Skoða nánar

Kráka frá Hólum

IS1994258310
Brún

Bygging: 8,10
Hæfileikar: 8,20
Aðaleinkunn: 8,16
1 Verðlaun

Faðir: Orri frá Þúfu
Móðir: Kría frá Lækjamóti

Kráka er hágeng klárhryssa í topp gæðaflokki. Töltið úrval og fótaburðurinn óvenju mikill. Gullfalleg hryssa.

Í eigu Úrvalshesta

Skoða nánar

Mánadís frá Margrétarhofi

IS1999201032
Bleikálótt

Bygging: 7,88
Hæfileikar: 8,11
Aðaleinkunn: 8,02

Faðir: Þór frá Prestsbakka
Móðir: Feykja frá Ingólfshvoli

Mánadís er fasmikil alhliða hryssa og best á tölti. Hennar kostir liggja m.a. í smartheitum á töltinu hvort sem er hægt eða hratt.

Í eigu Úrvalshesta

Skoða nánar

Páskalilja frá Þorlákshöfn

IS2000287199
Jörp

Bygging: 7,99
Hæfileikar: 8,14
Aðaleinkunn: 8,08
1 Verðlaun

Faðir: Garpur frá Auðholtshjáleigu
Móðir: Tinna frá Svignaskarði

Páskalilja er risastór og myndarleg alhliða hryssa, rúm og hágeng.

Í eigu Úrvalshesta

Skoða nánar

Spá frá Staðartungu

IS2000265310
Móálótt

Bygging: 8,16
Hæfileikar: 8,19
Aðaleinkunn: 8,18

Faðir: Þorri frá Þúfu
Móðir: Vænting (Blíða) frá Ási 1

Spá er gullfalleg og jöfn, hæfileikarík myndarhryssa. Það sér varla í hana fyrir faxi og töltið er best af annars jöfnum gangtegundum.

Í eigu Úrvalshesta

Skoða nánar

Sunneva frá Miðsitju

IS1997258709
Móvindótt

Bygging: 8,11
Hæfileikar: 7,94
Aðaleinkunn: 8,01
1 Verðlaun

Faðir: Greipur frá Miðsitju
Móðir: Þota frá Tungufelli

Sunneva er með rúmlega fjórar gangtegundir, töffari með mikinn fótaburð, mikið fax og frábæran lit.

Í eigu Úrvalshesta

Skoða nánar

Þula frá Hofi I

IS2000277786
Rauð

Bygging: 7,94
Hæfileikar: 8,06
Aðaleinkunn: 8,01
1 verðlaun

Faðir: Andvari frá Ey
Móðir: Þokkadís frá Hala

Þula er stór og myndarleg hryssa sem fór í 1v strax fjögurra vetra. Klárhryssa með 9 fyrir tölt og fasmikla framgöngu.

Í eigu Úrvalshesta

Skoða nánar