Askja frá Þúfu

IS2001284556
Brún

Bygging: 7,98
Hæfileikar: 8,17
Aðaleinkunn: 8,09

1. Verðlaun

Askja er léttbyggð og fótahá, með langan grannan háls. Hún er jöfn og góð alhliða hryssa sem er að gefa efnileg afkvæmi.

Öskju keyptum við frá Þúfu fjögurra vetra gamla, þá fylfulla við Orra frá Þúfu. Við höfum verið afskaplega heppin með þessa hryssu, fengum undan henni gullfallegt merfolald og eftir þjálfun veturinn á eftir sýndi Þórður Þorgeirsson hana fyrir okkur í fyrstu verðlaun. Hryssunni var reyndar riðið sem klárhryssu allan veturinn, og voru Magnús og Þórður, þjálfarinn og sýnandinn alveg sammála um það að hér væri rakin klárhryssa á ferðinni og vonandi að einhverjar níur sæjust fyrir tölt, brokk og fegurð í reið. En viti menn, í sýningunni setti hryssan bara í skeiðgírinn, fór í 7,5 fyrir skeið í fordómi og nú var Þórður búinn að finna fimmta gírinn og í sínum öðrum spretti á ævinni, þ.e. í yfirliti gerði Askja sér lítið fyrir og hækkaði í 8,5. Askja er sem sagt klárhryssa með skeiði, og sú lýsing passar henni mjög vel. Hún er hágeng, glæsileg í framgöngu og ekki spillir fyrir glæsileg líkamsbygging sem einkennist af léttri byggingu og mikilli reisingu á vel löguðum hálsi.

Kynbótadómur 6. júní 2007

Sköpulag Hæfileikar
Höfuð 8,0 Tölt 8,0
Háls/herðar/bógar 8,5 Brokk 8,0
Bak og lend 8,0 Skeið 8,5
Samræmi 8,5 Stökk 8,0
Fótagerð 7,0 Vilji og geðslag 8,5
Réttleiki 8,0 Fegurð í reið 8,0
Hófar 7,5 Fet 7,5
Prúðleiki 7,5 Hægt tölt 8,0
Hægt stökk 8,0
Sköpulag 7,98 Hæfileikar 8,17

Til baka Aðaleinkunn 8,09