Héla frá Ósi

IS1996265246
Grá

Bygging: 7,94
Hæfileikar: 8,15
Aðaleinkunn: 8,07

1 Verðlaun

Héla er klárlega ein af okkar bestu merum, hún hefur sannað það í dómi og með afkvæmum.

Héla er hágeng klárhryssa undan hestinum sem okkur langaði svo í gráa hryssu undan, honum Gusti frá Hóli. Eftir að hafa haldið undir hann í ótal mörg skipti og alltaf fengið hesta, og yfirleitt brúna eða rauða, ákváðum við þegar tækifæri bauðst að kaupa þessa 1v hryssu, sem á það þó ólíkt með föður sínum að það sér varla í hálsinn og höfuðið fyrir faxi. Héla er myndarhryssa á velli, með gott brokk, en frábær á tölti þar sem rýmd og fótaburður ráða ríkjum. Undan Hélu er stóðhesturinn frábæri Hrímnir frá Ósi, sem aðeins 5v gamall fékk 9,5 fyrir bæði tölt og brokk og varð seinna eins og frægt er orðið heimsmeistari í fjórgangi ásamt mörgum öðrum titlum.   Héla féll því miður frá aðeins 19 vetra, varð bráðkvödd.  

Kynbótadómur 9. júní 2004

Sköpulag Hæfileikar
Höfuð 7,5 Tölt 9,0
Háls/herðar/bógar 8,0 Brokk 8,5
Bak og lend 8,5 Skeið 5,0
Samræmi 7,5 Stökk 8,0
Fótagerð 8,0 Vilji og geðslag 9,0
Réttleiki 9,0 Fegurð í reið 8,5
Hófar 7,5 Fet 8,0
Prúðleiki 9,0 Hægt tölt 9,0
Hægt stökk 8,0
Sköpulag 7,94 Hæfileikar 8,15

Til baka Aðaleinkunn 8,07


Ættartré
Gáski
Hofsstöðum
Abba
Gili
Adam
Meðalfelli
Nótt
Þverá
Gustur
Hóli
Fröken
Möðruvöllum
Héla frá Ósi