Kráka frá Hólum

IS1994258310
Brún

Bygging: 8,10
Hæfileikar: 8,20
Aðaleinkunn: 8,16

1 Verðlaun

Kráka er hágeng klárhryssa í topp gæðaflokki. Töltið úrval og fótaburðurinn óvenju mikill. Gullfalleg hryssa.

Kráka er fædd Magnúsi en Svanhildur tamdi hana og sýndi, en Kráka hlaut 1v í kynbótadómi. Saman áttu þær farsælan feril í keppni og unnu þær m.a. meistaratitilinn í innanhússkeppni Húnvetninga í hestaíþóttum veturinn 2002. Þar sigruðu þær tölt- og fjórgangsmeistaratitilinn og gæðingafimina og voru þar af leiðandi samanlagðir sigurvegarar. Kráka er hágeng klárhryssa, framfalleg og myndarleg glæsihryssa og mikið eftirlæti á heimilinu.

Kynbótadómur 2. júní 2007

Sköpulag Hæfileikar
Höfuð 8,0 Tölt 9,0
Háls/herðar/bógar 9,0 Brokk 8,5
Bak og lend 8,0 Skeið 5,0
Samræmi 8,0 Stökk 9,0
Fótagerð 7,5 Vilji og geðslag 8,5
Réttleiki 7,0 Fegurð í reið 9,0
Hófar 8,0 Fet 7,5
Prúðleiki 8,0 Hægt tölt 9,5
Hægt stökk 9,0
Sköpulag 8,10 Hæfileikar 8,20

Til baka Aðaleinkunn 8,16