Mist frá Holtsmúla 1

IS2015281111 | Rauðstjörnótt

Mist er með óvenju miklar hreyfingar og fer um á fótaburðar miklu og skreflöngu brokki og tölti. Hún er með mikið fax og tagl, og fasmikil og kvik sem gerir hana afar eftirtektarverða í stóðinu.

Hálsinn er mjög reistur og fótahæðin þokkaleg.  Hún er af miklum keppnishrossaættum, því faðirinn er enginn annar en margfaldur Íslands- og Landsmótsmeistari í tölti og svo hefur móðirin gefið einn af farsælustu keppnishestum landsins í tölti og fjórgangi, en hann heitir Steggur frá Hrísdal.   Við erum því að vonast eftir efnilegum sportara og hreyfieðlið leyfir okkur alveg að vera vongóð.

Selt


Myndasafn

Myndband

Ættartré

  • Aron Strandarhöfði
  • Hera Herríðarhóli
  • Þór Prestsbakka
  • Feykja Ingólfshvoli
Mist Holtsmúla 1