Arion frá Eystra-Fróðholti

IS2007186189 | Brúnn

Bygging: 8,26
Hæfileikar: 8,94
Aðaleinkunn: 8,67

1. Verðlaun

Arion hefur nú þegar, þó aðeins sé hann fimm vetra, sannað sig svo um munar m.a. með því að vera hæst dæmda kynbótahross síðastliðins Landsmóts yfir alla aldursflokka og bæði kyn.

Yfirburða myndarskapur, mikið fas, hár fótaburður og mikil mýkt, þetta dettur manni allt í hug þegar Arion er í hugskotssjónunum.  Arion hefur fimm hreinar gangtegundir, góð ganggskil og mikið rými.  Geðslagið og viljinn er einnig framúrskarandi og tvö alskystkini hans hafa einnig sannað sig svo um munar, með gríðarlega háum dómum og efstu sætum á Landsmótum.  Arion er klárlega einn af mest spennandi valkostum íslenskra hryssueigenda í dag.  Blup 129.

Vegna mjög mikillar aðsóknar þarf að greiða staðfestingargjald að upphæð kr. 30.000 til að festa sér pláss undir Arion.  Ekki er tekið við hryssum undir hestinn nema að búið sé að greiða þetta gjald.  Heildarverð á folatolli er kr. 210.000 með VSK.

Sérstakt fylgiblað þarf að fylla út með hverri hryssu sem kemur í Holtsmúla og má annað hvort prenta það út hér eða fylla það út við komuna í Holtsmúla.  Athugið að hryssan fer ekki undir hestinn nema að forráðamaður/ábyrgðarmaður hryssunnar sé búinn að skrifa undir.

Smellið hér til að prenta út Fylgiblað hryssu undir Arion


Myndasafn

Kynbótadómur

Sköpulag
Höfuð 8,5
Háls/herðar/bógar 8,5
Bak og lend 8,0
Samræmi 8,5
Fótagerð 8,0
Réttleiki 7,5
Hófar 8,5
Prúðleiki 7,0
Hæfileikar
Tölt 9,5
Brokk 8,0
Skeið 9,0
Stökk 8,5
Vilji og geðslag 9,5
Fegurð í reið 9,0
Fet 7,5
Hægt tölt 9,0
Hægt stökk 8,0
Sköpulag 8,26
Hæfileikar 8,94

Aðaleinkunn 8,67

Ættartré

  • Orri Þúfu
  • Sæla Gerðum
  • Óður Brún
  • Særós Bakkakoti
  • Sær Bakkakoti
  • Gletta Bakkakoti
Arion Eystra-Fróðholti