Árgangur 2010

Alvar frá Holtsmúla I

IS2010181120
Brúnn

Faðir: Þristur frá Feti
Móðir: Auður frá Neðra-Seli

Alvar er vel gerður, háfættur og léttbyggður hestur með mjög mikið fax. Hann er vel reiðfær, en hefur ekki hlotið mikið meiri menntun en það. Hann er traustur í reið, og hlýðir afar vel öllum léttum taumábendingum, hvort sem þær snúast um að hægja á eða beygja. Alvar mun trúlega eftir gangsetningu verða ágætur í léttari keppnir sem fjórgangshestur.

Fórst

Skoða nánar

Andvari frá Holtsmúla I

IS2010181118
Rauður

Faðir: Álfur frá Selfossi
Móðir: Askja frá Þúfu

Gullfallegur, hágengur og rúmur hestur. Sýnir tölt og brokk.

Selt

Skoða nánar

Bjartur frá Holtsmúla I

IS2010181096
Bleikálóttur

Faðir: Hrói frá Skeiðháholti
Móðir: Björt frá Reykjavík

Bjartur er efnilegur reiðhestur fyrir þá sem vilja endalausa töltara, hann töltir mest með miklum fótaburði og mýkt. Býr yfir mjög góðu brokki.

Selt

Skoða nánar

Brynjar frá Holtsmúla I

IS2010181107
Leirljós blesóttur

Faðir: Hrói frá Skeiðháholti
Móðir: Brynja frá Hemlu

Gullfallegt reiðhestsefni af góðum ættum, sýnir tölt og brokk með fallegum hreyfingum.

Selt

Skoða nánar

Bylur frá Holtsmúla I

IS2010181112
Jarpur

Faðir: Glymur frá Innri-Skeljabrekkku
Móðir: Bylgja frá Snjallsteinshöfða 2

Bylur er töltmaskína sem sýnir mikla leikni á þessari gangtegund nú þegar. Mikil mýkt, geta á hægu og hröðu og fótaburður verða aðalsmerki hans. Verulega efnilegur reið- og keppnishestur.

Selt

Skoða nánar

Börkur frá Holtsmúla I

IS2010181114
Bleikstjörnóttur

Faðir: Hnokki frá Fellskoti
Móðir: Blanda frá Hlemmiskeiði

Fótlangur og hálslangur glæsihestur sem sýnir allan gang. Hár fótaburður og óvenju löng skref.

Selt

Skoða nánar

Dís frá Holtsmúla I

IS2010281099
Rauðskjótt

Faðir: Ljóni frá Ketilsstöðum
Móðir: Drífa frá Steinnesi

Dís er geðgóð og mjög auðveld tölthryssa sem nánast allir geta riðið. Hún er afar traust, taumlétt og velur mjúkt tölt. Alger fyrirtaks reiðhryssa og fótaburðurinn er fallegur.

Selt

Skoða nánar

Drangur frá Holtsmúla I

IS2010181111
Moldóttur

Faðir: Glymur frá Innri-Skeljabrekkku
Móðir: Diljá frá Búðarhóli

Fjallmyndarlegur foli, stór og myndarlegur sem brokkar og töltir með flottum hreyfingum.

Selt

Skoða nánar

Dögun frá Holtsmúla I

IS2010281109
Móvindótt

Faðir: Glymur frá Innri-Skeljabrekkku
Móðir: Dimma frá Syðri-Úlfsstöðum

Gullfalleg og flugrúm er hún á öllum gangi. Liturinn er æðislegur og þetta er verulega eigulegt foldald.

Selt

Skoða nánar

Ester frá Holtsmúla I

IS2010281104
Brún

Faðir: Þristur frá Feti
Móðir: Erna frá Neðra-Seli

Ester er stór og stæðileg hryssa með miklar hreyfingar. Hún er sterklega byggð undan meri sem hefur gefið okkur afar góð hross. Ester er fylfull við töltsnillingnum Vita frá Kagaðarhóli.

Selt

Skoða nánar

Freyr frá Holtsmúla I

IS2010181588
Moldóttur stjörnóttur

Faðir: Hnokki frá Fellskoti
Móðir: Rósa frá Hvítárbakka

Gullfallegur og hreyfingagóður hestur undan heimsmeistaranum í tölti, Hnokka frá Fellskoti og Hágangsdóttur. Sýnir tölt og brokk með fallegum fótaburði og er mjög vel byggður. Frábært geðslag, auðsveipur en mikill karakter.

Selt

Skoða nánar

Gletta frá Holtsmúla I

IS2010281106
Móálótt stjörnótt

Faðir: Bláskjár frá Kjarri
Móðir: Gletting frá Leirubakka

Vinaleg og mýktarleg í hreyfingum er hún Gletta, og fer um bæði á tölti og brokki. Mjög vel ættuð 4v hryssa sem er fylfull við gæðingnum Arion frá Eystra-Fróðholti.

Selt

Skoða nánar

Grettir frá Holtsmúla I

IS2010181115
Rauðblesóttur, glófextur

Faðir: Kjarni frá Þjóðólfshaga
Móðir: Gríma frá Skíðbakka 3

Grettir er stór og myndarlegur, einstaklega fótlangur hestur. Hann er skrefmikill og verður rúmur ganghestur.

Selt

Skoða nánar

Hrappur frá Holtsmúla I

IS2010181113
Jarpur

Faðir: Natan frá Ketilsstöðum
Móðir: Hatta frá Enni

Mjög stór og myndarlegur hestur, háfættur og glæsilegur í útliti. Lofandi keppnishestur í fjórgangsgreinum.

Selt

Skoða nánar

Hruni frá Holtsmúla I

IS2010181105
Móálóttur

Faðir: Hnokki frá Fellskoti
Móðir: Héla frá Ósi

Hruni er hreyfingafallegur foli sem töltir og brokkar. Hann er frábærlega vel ættaður og fallegur og því eru miklar vonir bundnar við hann.

Fórst

Skoða nánar

Iðunn frá Holtsmúla I

IS2010281115
Grá fædd jörp

Faðir: Klettur frá Hvammi
Móðir: Drífa frá Kastalabrekku

Falleg og ágætlega ættuð hryssa sem er lipur á tölti og brokki. Fótaburður er góður og geðslagið úrval.

Selt

Skoða nánar

Káinn frá Holtsmúla I

IS2010181099
Bleikálóttur

Faðir: Aris frá Akureyri
Móðir: Keila frá Káragerði

Káinn er mjög flott efni í keppnishest. Hann einkenna svifmiklar hreyfingar og hár fótaburður.

Selt

Skoða nánar

Kliður frá Holtsmúla I

IS2010181103
Jarpur

Faðir: Hnokki frá Fellskoti
Móðir: Kráka frá Hólum

Kliður er háreistur og hálslangur með stórar og háar hreyfingar. Hann fer mest um á tölti.

Fórst

Skoða nánar

List frá Holtsmúla I

IS2010281119
Grá

Faðir: Þristur frá Feti
Móðir: Litbrá frá Litla-Bergi

Hreyfingamikið merfolald með frábærar ættir. Sýnir mikið tölt og brokk með háum fótaburði og stórum skrefum.

Selt

Skoða nánar

Seimur frá Holtsmúla I

IS2010181119
Brúnn

Faðir: Heimir frá Holtsmúla I
Móðir: Saga frá Lækjarbotnum

Seimur er fallegur og sterklegur hestur sem á sér framtíð sem reiðhestur eða keppnishestur. Vel ættaður efnisfoli.

Selt

Skoða nánar

Sif frá Holtsmúla I

IS2010281111
Rauðstjörnótt

Faðir: Orri frá Þúfu
Móðir: Sunneva frá Miðsitju

Falleg og frábærlega ættuð hryssa. Alger töltmylla en döpur á brokki. Frábær í T1 og T2. Geðslagið úrval, viljug, auðveld og einföld í reið og ber sig vel.

Selt

Skoða nánar

Smellur frá Holtsmúla I

IS2010181102
Brúnn

Faðir: Stáli frá Kjarri
Móðir: Spæta frá Hólum

Stórglæsilegur hestur, léttbyggður og háfættur með háar hreyfingar. Spennandi alhliða stóðhestsefni.

Selt

Skoða nánar

Sparta frá Holtsmúla I

IS2010281100
Brúnskjótt

Faðir: Ljóni frá Ketilsstöðum
Móðir: Svala frá Neðra-Seli

Sparta er hágeng og flott klárhryssa, vel ættuð og efnileg. Mjög efnilegt tryppi sem ræktunargripur og í sport.

Selt

Skoða nánar

Tindur frá Holtsmúla I

IS2010181110
Brúnn

Faðir: Dugur frá Þúfu
Móðir: Tíbrá frá Neðra-Seli

Tindur er standreistur og hágengur geldingur sem fer um á tölti og brokki. Efnilegur keppnishestur.

Í eigu Úrvalshesta

Skoða nánar

Úa frá Holtsmúla I

IS2010281105
Brúnskjótt verður grá

Faðir: Klettur frá Hvammi
Móðir: Úlfbrún frá Kanastöðum

Sérlega fram- og samræmisfalleg hryssa er hún Úa. Hreyfingarnar eru flottar sem og liturinn. Spennandi unghryssa.

Selt

Skoða nánar

Vaka frá Holtsmúla I

IS2010281120
Brún

Faðir: Aron frá Strandarhöfði
Móðir: Þota frá Efra-Seli

Mýktarhryssa undan töltsnillingunum tveimur Þotu og Aroni. Nú er bara að vona að þessi tölti jafn vel og líkurnar segja til um.

Fórst

Skoða nánar

Þöll frá Holtsmúla I

IS2010281110
Rauðstjörnótt

Faðir: Glymur frá Innri-Skeljabrekkku
Móðir: Þruma frá Sælukoti

Þöll er sex vetra, mjög þæg og auðveld hryssa sem nánast allir geta riðið. Hún er svokallað "brúkunarhross" í Holtsmúla, notuð mikið til að smala, í reiðkennslu, og svo fengu heimasæturnar að prófa hana þegar við fórum að búa til video. Hún hefur sannað sig sem algert afburðahross í því að vera lipur og viljug að sinna því sem hún er beðin um. Draumahrossið sem hver einasta hestafjölskylda þarf að eiga.

Selt

Skoða nánar

Ævar frá Holtsmúla I

IS2010181116
Bleikálóttur

Faðir: Þytur frá Neðra-Seli
Móðir: Æsa frá Ölversholti

Ævar er afar stór og stæðilegur, með brokk sem kjörgang. Skrefið í honum er óvenjulega stórt og mikið og rýmdin mikil.

Selt

Skoða nánar