Astra frá Holtsmúla

IS2011281120
Rauðstjörnótt

Astra er gullfalleg eins og mamma sín, stór, reist og myndarleg. Hreyfingarnar eru miklar í þessu stóra og myndarlega tryppi sem við bindum miklar vonir við.

Astra fer um á brokki eins og móðir hennar, amma og langamma hafa alltaf gert undir sjálfum sér.  Það verður gaman þegar farið verður að opna töltið, en Astra sýnist okkur vera mikið efni í flotta fjórgangshryssu.  Hin mikla stærð og líkamsfegurð, sem einkennist af löngum fótum og löngum hringuðum hálsi, munu gefa henni mikið forskot í hörðum heimi keppninnar.  Mikið fax prýðir þessa hryssu og hún er líkleg til að skora mjög hátt fyrir byggingu.  Astra er með 115 í kynbótamat.

Til baka