Barón frá Holtsmúla I

IS2011181103
Brúnstjörnóttur

Barón er óvenju fínlegur, léttbyggður og fótahár hestur með miklar hreyfingar og frábært tölt.

Hann kom okkur skemmtilega á óvart með fegurðinni, því enginn bjóst við svona fallegum hesti undan ósýndum báðum foreldrum.  Nú er hins vegar hann Þeyr búinn að fara í frábæran dóm, og þó að afkvæmi hans séu undan ósýndum og jafnvel ótömdum hryssum eins og í þessu tilfelli, þá koma þau okkur skemmtilega á óvart.  Skrokklagið, fótahæðin og fínlegheitin eru mikil, fótaburðurinn mikill og skrefin þrælstór.  Þetta er efnishestur í keppni.

Til baka

Ættartré
Stáli
Kjarri
Kappi
Austvaðs holti
Hæra
Austvaðs holti I
Brúnstjarna
Austvaðsholti
Barón frá Holtsmúla I