Krafla frá Holtsmúla I

IS2011281103
Brún

Það ríkti mikil gleði þegar staðreyndin var ljós að Kráka var komin með hryssu þetta árið. Eftir næstum eingöngu hestfolöld erum við orðin langeygð eftir hugsanlegum arftaka Kráku, og hér er ein á ferð sem vissulega hefur ýmislegt með sér.

Krafla er stór, háfætt og reist.  Trúlega er þetta klárhryssa þó að það virðist stutt á töltið.  Hún brokkar með mikið stórum hreyfingum, og atgervið er fasmikið.  Hálsinn er langur og hringaður og yfirlínan sterkleg.  Krafla er virkilega spennandi folald og vonandi á hún eftir að standa undir væntingum.

Til baka

Ættartré
Galsi
Sauðárkróki
Jónína
Hala
Orri
Þúfu
Stáli
Kjarri
Krafla frá Holtsmúla I