Lausn frá Holtsmúla I

IS2011281119
Rauðstjörnótt

Óvenju hreyfingagóð hryssa sem fer um á mýktar tölti og brokki. Að öllum líkindum galopið skeið til staðar. Kattliðug og flínk.

Lausn er um margt með meðalútlit og svona rúmlega það, sterklega vaxin en ekki glæsileg.  Það er hins vegar þessi mikla mýkt sem gerir hreyfingar hennar algert æði, hún bókstaflega líður áfram og virðist ekkert hafa fyrir því.  Það er klárt mál að hún verður algert eðalreiðhross, svo er bara að sjá hvernig útlitið þróast.

Til baka