Sædís frá Holtsmúla I

IS2011281101
Rauðskjótt

Óvenjulegt upplit einkennir þessa töffaralegu hryssu, en hún er alltaf standreist og hreyfir sig með mjög háum hreyfingum, mest á brokki.

Sædís er með mjög flottan framhluta, reistur hálsinn er langur og hringaður, og hún er eftirtektarverð fyrir þetta hvar sem hún er.  Þetta er klárhryssa sem brokkar mikið, en sýnir heilmikið tölt.  Sædís er frábært efni í klárhryssu sem gæti sómt sér frábærlega sem ræktunarhryssa sem og hryssa í alla fjórgangskeppni.

Til baka