Árgangur 2012

Aría frá Holtsmúla I

IS2012281118
Rauð

Faðir: Kappi frá Kommu
Móðir: Askja frá Þúfu

Það er alltaf mikil gleði þegar bestu ræktunarhryssurnar koma með merfolöld, því auðvitað verður að fá nýjar hryssur til að viðhalda stofninum í framtíðinni. Það var því mikil gleði þegar Askja, ein af uppáhaldshryssunum, kom með þrælfallega og ganggóða hryssu undan sjarmatröllinu Kappa frá Kommu.

Í eigu Úrvalshesta

Skoða nánar

Arnar frá Holtsmúla I

IS2012181120
Brúntvístjörnóttur

Faðir: Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum
Móðir: Auður frá Neðra-Seli

Arnar er hlaupaglaður og kátur hestur sem brokkar mest eins og systkini hans undan henni Auði, en bregður þó fyrir sig góðgangi inn á milli.

Selt

Skoða nánar

Atley frá Holtsmúla I

IS2012281120
Móálótt

Faðir: Þeyr frá Holtsmúla I
Móðir: Aþena frá Neðra-Seli

Hreyfingamikil hryssa sem er alltaf standreist og í frábærum höfuðburði.

Selt

Skoða nánar

Berta frá Holtsmúla I

IS2012281114
Móálótt

Faðir: Stáli frá Kjarri
Móðir: Blanda frá Hlemmiskeiði

Þessi kelling er alveg mega flínk á öllum gangi og það verður eftir henni tekið.

Selt

Skoða nánar

Blika frá Holtsmúla I

IS2012281097
Moldótt

Faðir: Þeyr frá Holtsmúla I
Móðir: Birta frá Holtsmúla I

Hún er gullfalleg þessi, afar háfætt, hlutfallarétt, og hálsinn langur, bogadreginn og grannur.

Selt

Skoða nánar

Dagbjört frá Holtsmúla I

IS2012281109
Vindótt bleikálótt

Faðir: Þeyr frá Holtsmúla I
Móðir: Dimma frá Syðri-Úlfsstöðum

Töff hryssa undan Orradóttur og Þey okkar. Liturinn æði, og hún veður um á bæði brokki og tölti. Hryssa með 113 í kynbótagildisspá.

Selt

Skoða nánar

Dalvör frá Holtsmúla I

IS2012281116
Jörp

Faðir: Akkur frá Holtsmúla I
Móðir: Diljá frá Búðarhóli

Hér er tilraunastarfsemi í gangi sem við förum ekki oft út í. Við héldum hryssu undir ósýndan hest í okkar eigu. Báðir foreldrar hafa stóra kosti og svo annað sem við teljum að hitt geti bætt upp - EF - við verðum heppin. Okkur sýnist við hafa verið svolítið heppin!

Selt

Skoða nánar

Dáð frá Holtsmúla I

IS2012281099
Jörp

Faðir: Stormur frá Leirulæk
Móðir: Drífa frá Steinnesi

Hér er á ferðinn klárlega eitt af bestu folöldum ársins. Hún er mjög háfætt, framfalleg, og hreyfingarnar eftirtektarverðar á öllum gangi.

Í eigu Úrvalshesta

Skoða nánar

Díva frá Holtsmúla I

IS2012281117
Rauðskjótt

Faðir: Ljóni frá Ketilsstöðum
Móðir: Djásn frá Bergstöðum

Þetta er bara eina nafnið sem passar þessu folaldi, sem stilir sér alltaf upp eins og sýningardama, en hleypur svo eins og fætur toga á öllum gangi með miklum tilþrifum þess á milli.

Selt

Skoða nánar

Dulúð frá Holtsmúla I

IS2012281095
Fífilbleik

Faðir: Þeyr frá Holtsmúla I
Móðir: Drífa frá Kastalabrekku

Þessi hryssa er alveg eðalsmart, ótrúlega hágeng á tölti og brokki, örugglega eitthvað Vatnsleysugen sem er ríkt í henni. Dulúð er svaka efni í keppnishest með taktgóðar gangtegundir og þennan mikla fótaburð.

Selt

Skoða nánar

Efling frá Holtsmúla I

IS2012281104
Vindótt bleikálótt

Faðir: Þeyr frá Holtsmúla I
Móðir: Erna frá Neðra-Seli

Vindótt framtíðar ræktunarhryssa.

Selt

Skoða nánar

Eivör frá Holtsmúla I

IS2012281101
Brúnskjótt

Faðir: Kappi frá Kommu
Móðir: Elja frá Neðra-Seli

Þær gerast ekki öllu fallegri en þessi hryssa, sem er ótrúlega falleg hvar sem á er litið.

Selt

Skoða nánar

Gátt frá Holtsmúla I

IS2012281106
Rauð

Faðir: Sær frá Bakkakoti
Móðir: Gletting frá Leirubakka

Gátt er myndarleg og kraftmikil hryssa, veður um á tölti og brokki og ómögulegt um það að segja hvort og hversu mikið skeiðið verður. Hún sýnir mikinn myndarskap í framgöngu, vill mikið vera fyrst og svona svolítill prímadonnubragur á henni.

Selt

Skoða nánar

Gljá frá Holtsmúla I

IS2012281115
Rauðskjótt, blesótt

Faðir: Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum
Móðir: Gríma frá Skíðbakka 3

Gljá er stór og myndarleg, töltgeng og þæg hryssa. Ekta fjölskylduhross og frábærlega ættuð undan 1v foreldrum.

Selt

Skoða nánar

Hetta frá Holtsmúla I

IS2012281113
Brúnskjótt

Faðir: Hrafnar frá Ragnheiðarstöðum
Móðir: Hatta frá Enni

Hún er frá á fæti, enda fæturnir langir þessi smart skjótta hryssa. Hún brokkar mikið eins og mörg systkini hennar undan henni Höttu, og ber sig glæsilega hvað varðar reisingu og fótaburð.

Selt

Skoða nánar

Héðinn frá Holtsmúla I

IS2012181099
Móálóttur

Faðir: Þeyr frá Holtsmúla I
Móðir: Hrafnklukka frá Hala

Þessi geðugi foli er dillandi mjúkur á töltinu sínu, sem hann fipast ekki á. Það er mest notað, tandurhreint og nákvæmlega eins og maður vill hafa það í reiðhestinum sínum.

Selt

Skoða nánar

Hrönn frá Holtsmúla I

IS20122105
Brún

Faðir: Kappi frá Kommu
Móðir: Héla frá Ósi

Hrönn er algert draumafolald, sennilega fallegasta folaldið hennar Hélu sem er ein af okkar uppáhaldshryssum.

Selt

Skoða nánar

Kata frá Holtsmúla I

IS2012281108
Grá fædd brún

Faðir: Aron frá Strandarhöfði
Móðir: Kolfinna frá Gröf

Við erum svo heppin að þeim rignir niður merfolöldunum og við erum í skýjunum með það. Kata er fyrsta folald Kolfinnu, og gefur aldeilis frábær fyrirheit um það hvers konar ræktunarhryssa Kolfinna getur orðið, enda engar smá ættir þarna á bak við með Gust frá Hóli og Kolfinn frá Kjarnholtum þar fremsta.

Selt

Skoða nánar

Kristall frá Holtsmúla I

IS2012181103
Brúnn

Faðir: Ágústínus frá Melaleiti
Móðir: Kráka frá Hólum

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég skrifa það, en Kráka, uppáhaldið á bænum, kom með enn einn hestinn þetta árið. Við vorum þó nokkuð sátt, enda hesturinn gullfallegur og hryssuhlutfallið óvenjulega hátt á þessu ári þrátt fyrir þennan hest.

Selt

Skoða nánar

Loftur frá Holtsmúla I

IS2012181119
rauður verður grár

Faðir: Kjarni frá Þjóðólfshaga
Móðir: Litbrá frá Litla-Bergi

Reistur og fasmikill hestur sem töltir og brokkar af mikilli mýkt.

Selt

Skoða nánar

María frá Holtsmúla I

IS2012281111
Rauðblesótt

Faðir: Arður frá Brautarholti
Móðir: Mánadís frá Margrétarhofi

Gullfalleg og hreyfingamikil Arðsdóttir til sölu undan 1v hryssu. Efni í eðal ræktunargrip.

Selt

Skoða nánar

Natan frá Holtsmúla I

IS2012181095
Móvindóttur

Faðir: Þeyr frá Holtsmúla I
Móðir: Nótt frá Leysingjastöðum

Natan var afar fíngerður við fæðingu en hefur þroskast mikið og styrkst á fyrstu mánuðum ævinnar. Hann er fríður, mikið reistur og hálsinn bogadreginn og hátt settur. Fótahæðin er mikil og hreyfingarnar verulega smart.

Selt

Skoða nánar

Náð frá Holtsmúla I

IS2012281096
Brún

Bargain price BLUP 115

Faðir: Kappi frá Kommu
Móðir: Nóra frá Hala

Hér er töltmylla á fjórða vetri til sölu fyrir algert tombóluverð miðað við gæði. Uppáhalds gangtegund hennar er tölt, og virðist hún vera rúm á því og örugglega óvenju mjúk.

Selt

Skoða nánar

Orða frá Holtsmúla I

IS2012281100
Grá fædd jörp

Faðir: Natan frá Ketilsstöðum
Móðir: Æsing frá Holtsmúla I

Hún er fíngerð og nett, en að sama skapi kattliðug og flínk og flýgur um á öllum gangi.

Selt

Skoða nánar

Sindri frá Holtsmúla I

IS2012181098
Jarpur

Faðir: Þeyr frá Holtsmúla I
Móðir: Síka frá Sandhólaferju

Sindri er stór og fjallmyndarlegur hestur með stórar hreyfingar á tölti og brokki. Efnilegur reið- eða jafnvel keppnishestur.

Selt

Skoða nánar

Skuggadís frá Holtsmúla I

IS2012281119
Móálótt

Faðir: Stáli frá Kjarri
Móðir: Saga frá Lækjarbotnum

Saga er topp ættuð, snaggaraleg hryssa sem veður um á öllum gangi, þó mest á bak við hana mömmu sína! Fótaburðurinn er vígalegur í þessari!

Selt

Skoða nánar

Spönn frá Holtsmúla I

IS2012281102
Rauð

Faðir: Þeyr frá Holtsmúla I
Móðir: Spæta frá Hólum

Hún lætur nú heldur lítið yfir sér þessi, hún er há á herðar, en fíngerð annars á allan hátt.

Selt

Skoða nánar

Sumarliði frá Holtsmúla I

IS2012181097
Bleiktvístjörnóttur

Faðir: Þeyr frá Holtsmúla I
Móðir: Sól frá Skarði

Gullfallegur foli sem fer um á afar skrefmiklu brokki og tölti.

Selt

Skoða nánar

Svartur frá Holtsmúla I

IS2012181100
Brúnn

Faðir: Kappi frá Kommu
Móðir: Svala frá Neðra-Seli

Svartur er montrass fram í fingurgóma (ef þannig er hægt að tala um hross) og fettir sig og brettir mest á hreyfingamiklu brokki.

Selt

Skoða nánar

Þórkatla frá Holtsmúla I

IS2012281110
Jarpvindótt

Faðir: Kappi frá Kommu
Móðir: Þruma frá Sælukoti

Algert draumafolald leit dagsins ljós þegar Þórkatla mætti á staðinn. Stór og alveg hreint fjallmyndarleg, töltir um af mýkt og er svona líka rosalega fallega jarpvindótt á litinn alveg eins og mamma sín.

Selt

Skoða nánar

Þrá frá Holtsmúla I

IS2012281112
Brún

Faðir: Spuni frá Vesturkoti
Móðir: Þula frá Hofi I

Þrá er háfætt og stórglæsileg hryssa undan sem bregður fyrir sig fasmiklu tölti og brokki.

Selt

Skoða nánar

Æra frá Holtsmúla I

IS2012281107
Grá fædd rauð

Faðir: Þeyr frá Holtsmúla I
Móðir: Æsa frá Ölversholti

Æra var laumufarþegi ársins. Eftir að móðirin var sónuð tóm haustið 2011 vorum við steinhissa þegar hún og Þeyr sýndu aldrei neinn áhuga á neinu öðru en að kljást og láta vinalega hvort að öðru þegar þau áttu að vera að búa til folald.

Fórst

Skoða nánar