Bjóðum upp á fóðrun á ógeltum folum

8. maí, 2019

Nú rennur sá tími upp sem verið er að ákveða hvað á að gelda af ungfolum og í hvað á að halda sem framtíðar vonarstjörnu.   Úrvalshestar bjóða upp á fóðrun hrossa, og þar með talið fóðrun á ógeltum ungfolum.  Allar upplýsingar má finna hér.

Verðin eru þessi:

Hestar fæddir 2018 - 17.000 / mán með VSK

Hestar fæddir 2017 - 18.000 / mán með VSK

Hestar fæddir 2016 - 19.000 / mán með VSK

Almennt getum við ekki tekið á móti ógeltum folum eldri en þriggja vetra gömlum.

Frábær aðstaða og gott eftirlit.  Vinsamlega hafið samband fyrir allar nánari upplýsingar.

 

Bjóðum upp á fóðrun á ógeltum folum