Daglegu störfin halda áfram sinn vanagang þrátt fyrir Corona

19. apríl, 2020

Corona vírusinn heldur okkur öllum heima, ja allavega öllum sem hlýða Víði, og það gera náttúrulega allir.  Við erum svo heppin að hesthúsið er heima hjá okkur, og því getum við haldið áfram nánast alveg eins og venjulega í vinnunni og með áhugamálið.   Enn eitt í þessari hestadellu sem maður getur verið þakklátur fyrir.  Tamningar og þjálfun fer því fram eins og venjulega og erum við með ágætis lið með okkur í verkunum.   Á stóru myndinni er Rebekka að þjálfa hann Þey fyrir Svanhildi meðan hún jafnar sig eftir axlaraðgerð, svo er þarna hún Carmel með hana Krás í rassreipi um reiðhöllina, frumtamning í gangi á þessari dóttur hans Þeys.   Á brúna hestinum er hún Antonia.  Allar eru þessar stúlkur frá Þýskalandi, og allir hestarnir frá Holtsmúla!


Myndasafn

Daglegu störfin halda áfram sinn vanagang þrátt fyrir Corona