Erum að nota haustið í að fortemja stóðhesta

5. nóvember, 2020

Haustið er frábær tími til þess að kenna ungum stóðhestum helstu atriði hestasiða, og einnig til að meta útlit þeirra og hreyfingar ásamt geðslagi. Því erum við að bjóða viðskiptavinum upp á þessa þjónustu núna.  Við mælum eindregið með því að vinna með stóðhesta í 1 - 2 vikur á ári þar til þeir eru nógu gamlir til að byrja sína eiginlegu tamningu og þjálfun við fjögurra vetra aldurinn.   Athugið að þessi fortamning gengur að sjálfsögðu ekki út á líkamlega erfiðar æfingar, heldur er hér einungis um að ræða það að kenna hestinum að láta ná sér, vera teymdur og hlýða fyrirmælum við helstu athafnir sem svona hestar ganga í gegnum svo sem að fá ormalyf og snyrta hófa.  Við lok tímabilsins er hesturinn metinn varðandi gangtegundir, byggingu og geðslag og fær eigandinn að sjálfsögðu niðurstöðurnar á blaði, og við bjóðum líka upp á að senda video af hestinum ef eigandinn getur ekki verið viðstaddur matið.   Endilega hafið samband fyrir frekari upplýsingar.

Markús frá Holtsmúla 1, fortaminn 2v stóðhestur undan Arion frá Eysra-Fróðholti
Markús frá Holtsmúla 1, fortaminn 2v stóðhestur undan Arion frá Eysra-Fróðholti