Hesthúsbygging

12. júlí, 2020

Lífið í hesthúsinu í Holtsmúla hefur í sumar einkennst af því að það sé byggingasvæði í miðju þess!   Hluti gamla hesthússins var rifinn burt, og nú er búið að steypa sökkla og alla stíuveggi.  Húsið sjálft, sem er frá Límtré, mætti á staðinn fyrir tveimur dögum síðan.

Það er ekki ofsögum sagt að tamningahrossin séu orðin ýmsu vön, en gröfur, steypubílar, kranar, og önnum kafnir smiðir eru eitthvað sem er orðið partur af þeirra daglega lífi.

Við hlökkum mikið til þess dags þegar húsið er risið.   Einhverjar vikur munu svo fara í að klára það að innan, en stefnt er að því að taka það í fulla notkun fyrir haustið.

Svona lítur hesthúsið okkar út núna
Svona lítur hesthúsið okkar út núna