Nýja árið gekk í garð með miklum veðurskelli

2. janúar, 2022

Nýja árið tók á móti okkur með miklum stormi.   Þessi stormur geysaði í hátt á annan sólarhring, og útigangshrossin gátu lítið annað gert en að standa veðrið af sér, og standa í heyi á meðan.  Sem betur fer var ekki snjór þó að hitastigið væri fyrir neðan frostmark.  En allir komu vel út úr þessu og njóta andartaksins þegar storminn hefur lægt.

Ungu stóðhestarnir komu í hús í dag í eftirlit og nokkrir komu inn í tamningu
Ungu stóðhestarnir komu í hús í dag í eftirlit og nokkrir komu inn í tamningu