Markús frá Holtsmúla 1

IS2018181111 | Bleikálóttur

Markús er mjög stór, mikið vöðvaður yfir allan skrokkinn og sterkur hestur. Hann velur mjög stórt og svifmikið brokk.

Töltið er skammt undan í honum Markúsi og flaggar hann því oft inn á milli stóru brokkskrefanna.   En brokk og stökk er svifmikið, og hér er trúlega mjög gott fjórgangsefni.  Hann á líka ættir til þess því hann er bróðir hins farsæla keppnishests, Steggs frá Hrísdal.  Markús er með mjög háar herðar langan og hringaðan háls.  Yfirlínan er sterkleg sem og fótagerð og hófar.  Vissulega mætti þessi hestur hafa meira fax, en atgervið er mikið.

Selt


Myndasafn

Myndband

Ættartré

  • Sær Bakkakoti
  • Gletta Bakkakoti
  • Þór Prestsbakka
  • Feykja Ingólfshvoli
Markús Holtsmúla 1