Ræktunarhryssur Úrvalshesta


Hér getur að líta yfirlit yfir hryssurnar sem eru virkar í okkar ræktun.  Við höfum í gegnum tíðina viðað að okkur hryssum sem okkur finnst hafa burði til að færa okkur nær okkar ræktunarmarkmiði, og svo eru að koma hryssur úr okkar eigin ræktun sem koma hérna inn.   Oft höldum við efnilegustu þriggja vetra hryssunum séu þær stórar og þroskaðar, þannig að folöldin eru stundum fleiri en hryssufjöldinn hér á þessari síðu.