Æra frá Holtsmúla 1

IS2012281107 | Grá fædd rauð

Æra var laumufarþegi ársins. Eftir að móðirin var sónuð tóm haustið 2011 vorum við steinhissa þegar hún og Þeyr sýndu aldrei neinn áhuga á hvoru öðru þegar þau áttu að vera að búa til folald.

En þá var Æra við það að verða tilbúin og kom svo í heiminn í september.  Hún er því mjög ung á myndunum eða um 10 mánaða gömul.  Hún er óhemju léttbyggð og fótahá, enn eitt folaldið undan Þey sem lítur þannig út.  Hún er með langan og reistan háls sem þynnist fallega upp í kverk og útlitið í heild fallegt.  Æra velur brokk ef hún má ráða, en sýnir einnig gang.  Brokkið er afar svifmikið og mýktin mikil í öllum hreyfingum, þó að fótaburðurinn sér þar mest áberandi.  

Fórst


Myndasafn

Myndband

Ættartré

  • Þokki Garði
  • Spá Hamrafossi
Æra Holtsmúla 1