Blanda frá Hlemmiskeiði

IS1999287969 | Rauðstjörnótt

Bygging: 7,96
Hæfileikar: 8,33
Aðaleinkunn: 8,18

1 verðlaun

Blanda is a powerful, fourgaited mare, with pure gaites and very willing. Her tolt is of excellent quality, it is supple, with regular beat, and the speed range is fantastic.

Blanda er 1v hryssa sem við eigum með Ólafi Haraldssyni og Þóru Bjarnadóttur að tveimur þriðju hlutum. Blanda er kraftmikil klárhryssa, hreingeng og mikið viljug. Hún fór strax í góðan dóm 4v gömul, þar af 9 fyrir tölt, með Janus Eiríksson við stjórnvölinn sem svo hélt áfram á sömu braut með hana á fimmta vetur. Þar áttu þau góða ferð á Landsmót og klárhryssan fór í glæsileg fyrstu verðlaun. Við keyptum hana í ágúst og þjálfuðum hana um veturinn og fengum Þórð Þorgeirsson til að sýna hana fyrir okkur. Það tókst mjög vel, hryssan endaði með 8,33 fyrir hæfileika skeiðlaus og 7,96 fyrir byggingu, og er búin að tryggja sér sess sem ein af okkar aðal undaneldishryssum. Í myndasafninu sem fylgir Blöndu tók Jón Finnur Hansson myndirnar af Blöndu þar sem hún er á tölti og Þórður Þorgeirsson knapi. Við þökkum þér kærlega Jón Finnur fyrir að leyfa okkur að nota myndirnar.

Í eigu Úrvalshesta


Myndasafn

Kynbótadómur

Sköpulag
Höfuð 8,0
Háls/herðar/bógar 8,0
Bak og lend 7,5
Samræmi 8,0
Fótagerð 8,0
Réttleiki 8,0
Hófar 8,0
Prúðleiki 8,0
Hæfileikar
Tölt 9,0
Brokk 9,0
Skeið 5,0
Stökk 8,5
Vilji og geðslag 9,0
Fegurð í reið 9,0
Fet 7,5
Hægt tölt 8,5
Hægt stökk 8,0
Sköpulag 7,96
Hæfileikar 8,33

Aðaleinkunn 8,18

Ættartré

  • Orri Þúfu
  • Erta Kröggólfsstöðum
  • Dreyri Álfsnesi
  • Þera Skaftholti
  • Glampi Kjarri
  • Stjarna Bólstað
Blanda Hlemmiskeiði