Dagbjört frá Holtsmúla 1

IS2012281109 | Vindótt bleikálótt

Töff hryssa undan Orradóttur og Þey okkar. Liturinn æði, og hún veður um á bæði brokki og tölti. Hryssa með 113 í kynbótagildisspá.

Dagbjört er að byrja sína tamningu núna í Nóvember 2015, og ætlar ekki að bregðast þeim vonum sem við hana eru bundnar.  Hún fer frábærlega af stað, mjög auðveld og fljót að læra.  Hún hefur stækkað mikið frá því myndirnar voru teknar sem eru hér á síðunni, en þá var hún þriggja vetra.  Dagbjört er stór og glæsileg í útliti, mjög fótlöng.  Töltið óvenju mjúkt, besta gangtegundin, og tandurhreint og fótaburðurinn góður. þessi fallega hryssa ætti að nýtast í hvað svo sem eigandanum þóknast.  Verulega spennandi ræktunarhryssa með þessa ætt, útlit, hreyfingar og lit.

Selt


Myndasafn

Myndband

Ættartré

  • Orri Þúfu
  • Þokkadís Brimnesi
Dagbjört Holtsmúla 1