Karri frá Neðra-Seli

IS2003181100 | Jarpskjóttur

Karri er geðgóður og traustur klárhestur með afar góðar grunngangtegundir, og taktgott, hágengt tölt.

Karri er stór og myndarlegur klárhestur. Töltið er hreint og fótaburðurinn góður. Hann er reistur og lofthár og einstaklega geðgóður. Lundarfarið er yfirvegað og hann er kjarkaður en blíður. Karri hefur hlotið 1v fyrir byggingu enda gullfallegur hestur. Gangtegundirnar eru hreinar og góðar, fótaburðurinn hár og þetta er hestur sem flestir geta riðið. Hann er spakur og mjög þægilegur í allri umgengni. Ekta reiðhestur og gæti hentað vel í smærri fjórgangskeppnir, grunngangtegundir eru frábærar og einnig kann þessi hestur mjög mikið í fimiæfingum, eins og t.d. framfótasnúning, krossgang, opinn og lokaðan sniðgang, afturfótasnúning o.fl.

Selt


Myndasafn

Ættartré

  • Hrafn Holtsmúla
  • Litla-Jörp Vorsabæ
  • Hervar Sauðárkróki
  • Snælda Lækjamóti
Karri Neðra-Seli