Kiljan frá Holtsmúla 1

IS2008181103 | Brúnn

Bygging: 7,85
Hæfileikar: 7,95
Aðaleinkunn: 7,91

Frábært tölt er hans aðalsmerki, þessi hestur er búinn að fara í stóru tölurnar í T1.

Kiljan fór í sína fyrstu töltkeppni núna tæplega fimm vetra gamall og stóð sig frábærlega, fór í 7,13 í forkeppni og 7,44 í úrslitum og skaut afturfyrir sig ýmsum frægum fákum.  Geðslagið er úrval og fágætt hvað hann kemur vel upp í herðarnar og á auðvelt með að bera sig.  Kiljan varð þriðji á Íslandsmóti í T1 aðeins sjö vetra gamall, næstur á eftir tveimur úrslitahestum á HM sama ár, heimsmeistaranum Þokka frá Efstu-Grund og Jarli frá Miðfossum.

Þetta var síðasta keppnistímabil Kiljans hér á Íslandi, þó að ferillinn væri rétt að byrja, en hann hefur lítið sést á vellinum eftir að hann fór til Danmerkur aðeins sjö vetra gamall.

Selt


Myndasafn

Myndband

Kynbótadómur

Sköpulag
Höfuð 7,5
Háls/herðar/bógar 8,0
Bak og lend 8,0
Samræmi 8,0
Fótagerð 8,0
Réttleiki 7,5
Hófar 7,5
Prúðleiki 8,0
Hæfileikar
Tölt 9,0
Brokk 8,0
Skeið 5,0
Stökk 8,0
Vilji og geðslag 8,5
Fegurð í reið 8,5
Fet 8,0
Hægt tölt 9,0
Hægt stökk 8,0
Sköpulag 7,85
Hæfileikar 7,95

Aðaleinkunn 7,91

Ættartré

  • Óður Brún
  • Yrsa Skjálg
Kiljan Holtsmúla 1