Kliður frá Holtsmúla 1

IS2010181103 | Jarpur

Kliður er háreistur og hálslangur með stórar og háar hreyfingar. Hann fer mest um á tölti.

Hann er gullfallegur þessi jarpi hestur, með langa fætur og hátt settan, langan og hringaðan háls. Við erum því vongóð um að hann eigi eftir að bera sig vel einhvern daginn. Ganghæfileikarnir eru ótvíræðir, töltið kjörgangur en sennilega allir gírar til staðar. Þetta er afar spennandi hestur og frábærlega ættaður.

Því miður misstum við þennan hest aðeins fjögurra vetra gamlan úr hrossasótt.

Fórst


Myndasafn

Myndband

Ættartré

  • Hrynjandi Hrepphólum
  • Hnota Fellskoti
Kliður Holtsmúla 1