Þeyr frá Holtsmúla 1

IS2006181110 | Vindóttur bleikálóttur

Bygging: 8,06
Hæfileikar: 8,61
Aðaleinkunn: 8,39

1. Verðlaun

Mjög hátt dæmdur vindóttur stóðhestur með 8,39 í aðaleinkunn. Geðgóður og frjósamur íslenskur alhliða gæðingur!

Þeyr er frábær alhliða hestur sem fékk 8,33 í kynbótadómi aðeins 5 vetra gamall. Okkur hérna í Holtsmúla sem umgöngumst hann finnst kannski geðslagið hans besta hlið, en afkvæmin eru að erfa mjög mikla fótahæð og vel gerðan, léttan bol.  Hreyfingarnar eru miklar og flest velja brokk og sýna tölt.  Það á svo eftir að koma í ljós hvernig vekurðin verður, en ef þau eru eins og pabbi sinn þá valdi hann líka alltaf brokk, þurfti létta gangsetningu og svo var bara skeiðið þarna þegar það var beðið um það.   Hann hafði aldrei sýnt það óumbeðinn.  Mikil litadýrð einkennir afkvæmahópinn þar eð hesturinn gefur bæði vindótt og álótt og allar blöndur af því.  Gangtegundirnar eru hreinar og tilþrifamiklar og alltaf mikill fótaburður. 

Þeyr fór aftur í kynbótadóm 6 vetra gamall og hlaut í aðaleinkunn 8,39 og þar af heila 9,5 fyrir skeið!  Þeyr fór í sinni fyrstu fimmgangskeppni í 6,60 í forkeppni og var langefstur.  Hann er afar efnilegur sporthestur í fimmgangsgreinar.  Þeyr hefur einnig tekið þátt í A-flokki gæðinga og farið í 8,60 í einkunn.

Í seinni tíð hefur Þeyr verið helsti keppnishestur Svanhildar, og hefur þeim gengið mjög vel í fimmgangi.   Þau hafa m.a. tvisvar sigrað Landsmót Áhugamanna, verið Suðurlandsmótsmeistarar og sigrað Reykjavíkurmeistaramót.   Þau hafa einnig margsinnis verið í úrslitum í Áhugamannaflokki í Suðurlandsdeildinni og Áhugamannadeild Spretts.

Folöldin undan honum lofa góðu og eru nú þegar farin að gera mjög vel á folaldasýningum.  Á sýningunni hér í Hestheimum haustið 2013 voru tvær bestu hryssurnar dætur Þeys frá Holtsmúla.

Því miður misstum við hann Þey okkar úr bakteríusýkingu við fjórtán vetra aldur.   Hann var mikill vinur allrar fjölskyldunnar og við munum sakna hans mikið.

 

Fórst


Myndasafn

Myndbönd

Kynbótadómur

Sköpulag
Höfuð 7,5
Háls/herðar/bógar 8,0
Bak og lend 9,0
Samræmi 8,5
Fótagerð 7,5
Réttleiki 7,5
Hófar 8,5
Prúðleiki 7,0
Hæfileikar
Tölt 8,5
Brokk 8,0
Skeið 9,5
Stökk 8,5
Vilji og geðslag 9,0
Fegurð í reið 8,5
Fet 7,5
Hægt tölt 8,0
Hægt stökk 8,0
Sköpulag 8,06
Hæfileikar 8,61

Aðaleinkunn 8,39

Ættartré

  • Galsi Sauðárkróki
  • Jónína Hala
  • Þrymur Geirshlíð
  • Elding Stóru-Ásgeirsá
Þeyr Holtsmúla 1