Viti frá Kagaðarhóli

IS2007156418 | Brúnstjörnóttur

Bygging: 8,22
Hæfileikar: 8,29
Aðaleinkunn: 8,26

1. Verðlaun

Úrvalstölt og frábær vilji og geðslag var svar Gísla Gíslasonar, þjálfara Vita þegar við spurðum hann út í helstu kosti þessa mikla gæðings.

Töltið einkennist af mikilli mýkt og háum fótaburði, en rýmdin og skrefið er feiknalegt.  Brokkið er glæst, fasmikið og rúmt með sama háa fótaburðinum.  Þess má geta að þó að í þeim dómi sem er ritaður hér að neðan sé Viti með 8,5 fyrir brokk þá hefur hann einnig fengið 9 fyrir brokk, og 9,5 fyrir vilja og geðslag.  Viti er afar skemmtilega ættaður undan mýktartöltaranum frábæra Smára frá Skagaströnd sem er að glansa þessi misserin í gegnum afkomendur sína.  Má þar nefna gæðinginn mikla Loka frá Selfossi sem gott dæmi.  Móðir Vita er 1v hryssan Ópera frá Dvergsstöðum sem hefur gefið nokkur 1v hross og er hún undan gæðingnum kunna Kveik frá Miðsitju sem ekki þarf að kynna hér.

Viti verður á vegum Úrvalshesta frá miðjum júní og út tímabilið.

Fylla þarf út sérstakan samning með hverri hryssu sem kemur í Holtsmúla og má annað hvort prenta hann út hér eða fylla út við komuna í Holtsmúla.  Athugið að hryssan fer ekki undir hestinn nema að forráðamaður / ábyrgðarmaður hryssunnar sé búinn að skrifa undir.

Verð á folatolli undir Vita er 141.000 með VSK

Smellið hér til að prenta út samning fyrir hryssu undir Vita frá Kagaðarhóli

 

 


Myndasafn

Myndband

Kynbótadómur

Sköpulag
Höfuð 7,5
Háls/herðar/bógar 8,5
Bak og lend 9,5
Samræmi 8,5
Fótagerð 8,0
Réttleiki 7,0
Hófar 8,0
Prúðleiki 8,0
Hæfileikar
Tölt 9,5
Brokk 8,5
Skeið 6,0
Stökk 8,5
Vilji og geðslag 9,0
Fegurð í reið 9,0
Fet 5,5
Hægt tölt 9,0
Hægt stökk 8,5
Sköpulag 8,22
Hæfileikar 8,29

Aðaleinkunn 8,26

Ættartré

  • Safír Viðvík
  • Snegla Skagaströnd
  • Kveikur Miðsitju
  • Harpa Torfastöðum
  • Smári Skagaströnd
  • Ópera Dvergsstöðum
Viti Kagaðarhóli