Reiðkennarar Úrvalshestar hafa áralanga reynslu í að kenna flest allt sem viðkemur hrossum, bæði hluti tengda reiðmennsku og hrossarækt.  Viðamikil menntun bæði Svanhildar og Magnúsar ásamt víðtækri reynslu í reiðmennsku og hrossarækt hjálpar þeim að hjálpa nemendum sínum til að ná sínum markmiðum, hver svo sem þau eru.  Magnús hefur haldið námskeið árum saman víða um Evrópu, t.d. í Hollandi, Englandi, Belgíu, Svíþjóð, Skotlandi og Þýskalandi.  Hér heima höfum við sinnt mikið einkakennslu sem og haldið lengri námskeið fyrir hópa.   Einnig höfum við kennt mikið innan skólakerfisins og  þá allt frá grunnskólabekkjum, í menntaskólum og við Landbúnaðarháskóla Íslands sem og Háskólann á Hólum.

Úrvalshestar bjóða upp á hvers kyns námskeið í hvaða formi sem er, bæði einkatíma, helgarnámskeið eða reglubundnar kennslu dreift á lengri tíma.   Ef þú hefur áhuga á því að koma til okkar í einkatíma, eða biðja okkur um að búa til námskeið fyrir þig og hestafélagana um eitthvert ákveðið viðfangsefni í hestamennskunni þá endilega ekki hika við að hafa samband.

Nemandi hlustar á leiðbeiningar kennara a athygli

Dæmi um vinsælar kennsluleiðir:

  • Einkakennsla, annað hvort hér í Holtsmúla eða við sækjum fólk heim
  • Námskeið um eitthvað fyrirfram ákveðið viðfangsefni
  • Fyrirlestrar um hvaðeina tengt hrossarækt og/eða reiðmennsku
  • Ráðgjöf fyrir einstaklinga eða fyrirtæki um hvaðeina tengt hrossarækt og/eða reiðmennsku

Dæmi um vinsæl námskeið í hrossarækt:

  • Unghrossamat og meðhöndlun unghrossa
  • Námskeið um kynbótadóma, bygging og / eða hæfileika