
Úrvalshestar ehf
Holtsmúli I, 851 Hella
kt. 660702-2610
Sími: 451 2237 GSM: 659 2237
Netfang: urvalshestar@urvalshestar.is

Úrvalshestar ehf. er fyrirtæki í eigu Svanhildar Hall og Magnúsar Lárussonar
Starfsemi Úrvalshesta snýst um hrossarækt og nánast alla tengda starfsemi. Við tökum hross í tamningu og þjálfun, og við kennum reiðkennslu og hrossarækt á öllum námsstigum. Við tökum hross í fóðrun hérna í Holtsmúla við toppaðstæður, og erum með úrval hrossa til sölu.
Magnús og Svanhildur búa ásamt dætrum sínum Eddu Margréti, sem er fædd 8. janúar 2006, og Berglindi Maríu sem fæddist 29. maí 2008, í Holtsmúla 1 í Landsveit, og reka fyrirtækið þar. Einnig búa að jafnaði 2 - 5 verknemar á staðnum sem koma í starfsnám til að læra vinnubrögð í frumtamningum, reiðmennsku og öðru tengdu hestamennsku og hrossarækt.
Í Holtsmúla fæðast árlega u.þ.b. 15 folöld í eigu félagsins, og hér er frábær aðstaða til tamninga og þjálfunar hrossa. Hesthús tekur 40 hross og tvær reiðhallir eru á staðnum. Við bjóðum alla velkomna að sækja Holtsmúla heim og kynnast okkur og starfsemi Úrvalshesta.
Svona finnur þú okkur:
Til að koma til okkar frá Reykjavík er ekið austur yfir Hellisheiði, gegnum Selfoss og áfram austur að bensínstöðinni Landvegamótum. Þar er beygt til vinstri inn á veg númer 26 og haldið áfram 11 km. Þar stendur Holtsmúli á hægri hönd og sést í öll húsin þegar komið er upp brekkuna.
Hérna er hægt að kíkja í örheimsókn til okkar!
Verið velkomin
