Reiðkennsla

Bæði Svanhildur og Magnús hafa áralanga reynslu í að kenna allt í sambandi við hross, bæði hluti tengda reiðkennslu og hrossarækt.  Magnús hefur haldið námskeið árum saman víða um Evrópu, t.d. í Hollandi, Englandi, Belgíu, Svíþjóð, Skotlandi og Þýskalandi.  Kennsla hér heima á Íslandi  spannar allt frá einkatímum í reiðkennslu upp í kennslu á háskólastigi í hinum ýmsu greinum almennrar búfjár- og hrossaræktar.
Viðamikil menntun bæði Svanhildar og Magnúsar ásamt víðtækri reynslu í reiðmennsku og hrossarækt hjálpar þeim að hjálpa nemendum sínum til að ná sínum markmiðum, hver svo sem þau eru.
Úrvalshestar bjóða upp á hvers kyns námskeið í hvaða formi sem er, bæði einkatíma, helgarnámskeið eða reglubundnar kennslu dreift á lengri tíma.  Við kennum allt að sex þátttakendum í hóp, en helgarnámskeiðum má hópaskipta og hafa þar með fleiri þátttakendur í heildina.  Hafið samband við okkur og við hönnum námskeið í samræmi við óskir þínar.

Dæmi um vinsæl námskeið:

  • Unghrossamat og meðhöndlun unghrossa
  • Námskeið um kynbótadóma, bygging og / eða hæfileikar
  • Byrjendanámskeið
  • Barna- og unglinganámskeið
  • Námskeið í fimiæfingum
  • Atferli hrossa og námssálarfræði

Hafðu samband ef þú hefur áhuga á einhverju af þessu eða bara einhverju öðru.  Við veljum saman helgi og gerum alvöru úr þessu.