Einkakennsla

Úrvalshestar bjóða upp á einkatíma í reiðkennslu.  Kennslan getur farið fram í Holtamúla eða annars staðar eftir samkomulagi. 
Einkakennsla hefur tvímælalaust marga kosti umfram flestar aðrar leiðir reiðkennslu.  Hægt er að leggja áherslu á það sem hentar hverju pari, knapa og hesti, að æfa sig í, og árangurinn lætur ekki á sér standa. 

Viðfangsefnin geta verið hvað sem er tengt hestum, hrossarækt og reiðmennsku.   Dæmi um algenga einkakennslu er almenn reiðkennsla þar sem hægt er að fara í allt tengt þjálfun gangtegunda, frumtamningar, þar sem nemandinn getur komið með sitt frumtamningatryppi (eða fengið lánað hjá okkur) og lært að temja það undir okkar handleiðslu.  Einnig tökum við að okkur að kenna allt um kynbótadóma og unghrossamat.