Fyrirlestrar og ráðgjöf

Fyrirlestrar

Sérfræðingar Úrvalshesta í hrossarækt og hestamennsku fara samkvæmt samkomulagi og flytja fyrirlestra um hvaðeina tengt hrossarækt og reiðmennsku fyrir hópa, hestamannafélög, klúbba og fyrirtæki. 

Ráðgjöf

Sérfræðingar Úrvalshesta, þau Magnús og Svanhildur, fara um allt land til að veita ráðgjöf í hrossarækt.  Við mælum með því að fá okkur til að meta hryssustofninn sé hann ekki þegar dæmdur, og fara reglubundið í gegnum öll ótamin hross.  Það sem fæst út úr svona ráðgjöf meðal annars eru styrkleikar og veikleikar stofnsins, og getur þetta sérstaklega hjálpað þeim sem nota einn eða fáa stóðhesta á allar sínar hryssur til að velja rétta hestinn.