Stóðhestar í Holtsmúla í sumar

Að vanda bjóða Úrvalshestar upp á stóðhesta til undaneldis í sumar.  Flaggskip búsins, Þeyr frá Holtsmúla I, hátt dæmdur vindóttur stóðhestur sem einnig hefur náð frábærum árangri bæði í fimmgangi, gæðingaskeiði og A-flokki gæðinga.

Allar nánari upplýsingar eins og dóma, ættartré, verð á tolli og fleira má finna á síðu hestsins hér fyrir neðan.

Við leggjum metnað okkar í gott eftirlit og aðbúnað með aðkomuhryssum og folöldum.   Við tökum við hryssum hvenær sem er og látum svo vita þegar hryssan er fengin.

Fast verð er á hryssur sem ekki fyljast.  Innifalið í því er öll sú dýralæknisþjónusta, umönnun og fóður sem hryssan fær í Holtsmúla meðan verið er að reyna að koma í hana fyli.  Athugið að ef hryssa á við vandamál að stríða sem þarfnast meðhöndlunar dýralæknis getur það haft í för með sér auka kostnað.  Skilyrði er að allar hryssur og folöld séu örmerkt.  Við bjóðum upp á að örmerkja hross fyrir kr. 6.000 m/vsk.  Forráðamenn hryssa verða að fylla út blað með öllum upplýsingum um hverja hryssu, og skrifa undir viðeigandi samning.  Þetta eyðublað má einnig finna hér fyrir neðan inni á síðu hvers hests.  Við biðjum eigendur sem koma ekki með hryssur sínar sjálfir að vera búnir að fylla þetta nákvæmlega út og senda hingað með hryssunni.  

Allan kostnað verður að gera upp áður en hryssa er sótt, enda liggi fyrir niðurstöður dýralæknis með vottorði um það hvort hún sé fengin eður ei.  Öll verð eru gefin upp með virðisaukaskatti.

Þeyr frá Holtsmúla I

IS2006181110
Vindóttur bleikálóttur

Bygging: 8,06
Hæfileikar: 8,61
Aðaleinkunn: 8,39
1. Verðlaun

Faðir: Stáli frá Kjarri
Móðir: Þruma frá Sælukoti

Mjög hátt dæmdur vindóttur stóðhestur með 8,39 í aðaleinkunn. Geðgóður og frjósamur íslenskur alhliða gæðingur!

Í eigu Úrvalshesta

Skoða nánar