Þjálfun

Úrvalshestar bjóða upp á frumtamningar og áframhaldandi þjálfun hrossa. Magnús Lárusson og Svanhildur Hall hafa yfirumsjón með allri hrossavinnu, en til aðstoðar eru verknemar. Magnús og Svanhildur eru bæði með áralanga reynslu og menntun í tamningum og þjálfun.

Fortamning og unghrossamat eru að verða nauðsynlegur þáttur í lífi hvers hests.  Það er mikilvægt að hross, þó að þau hafi ekki náð hefðbundnum tamningaaldri teymist, séu óhrædd við manninn og treysti honum í það minnsta til að sinna almennri umhirðu hestsins.  Einnig þurfa ung hross að fara í gegnum einhvers konar mat á því hverjir eiginleikar þeirra bæði hvað varðar útlit, hreyfingar og geðslag til að vitað sé hvort að þau uppfylla þær væntingar sem til þeirra eru gerðar.  Hér getur þú lesið um fortamningu og mat á unghrossum sem Úrvalshestar bjóða upp á.

Smellið hér til að fara inn á fortamning og unghrossamat

Frumtamningarnar miða markvisst að því að vinna traust hrossins og virðingu, og kenna því svo alla almenna reiðhestasiði ásamt því að vera riðið á feti, brokki og stökki. Þið getið lesið um aðferðir okkar við tamningar undir linknum frumtamningar hér til vinstri.

Smellið hér til að fara inn á frumtamning

Ef að hæfileikar hestsins og lengd tamningarinnar leyfa er byrjað að ríða tölt. Öll þjálfun er miðuð við forsendur hestsins og óskir eiganda um framtíðarhlutverk hestsins.  Síðar sveigist þjálfunin eftir markmiðum eigandans.  Undirbúningur hrossins og þjálfun tekur mið af því hvort að hesturinn á að vera reiðhestur, fara í kynbótadóm eða eitthvað annað.

Smellið hér til að fara inn á þjálfun

Úrvalshestar taka við öllum hrossum á öllum aldri í tamningu og þjálfun, og það er opið allt árið.  Verið velkomin, við tökum vel á móti þér og hestinum þínum.