Um okkur

Úrvalshestar ehf
Holtsmúli I, 851 Hella
Sími: 451 2237 GSM: 659 2237
Netfang: urvalshestar@urvalshestar.is 

Úrvalshestar er fyrirtæki í eigu Magnúsar Lárussonar og Svanhildar Hall. Það starfrækir tamningastöð og hrossarækt ásamt annarri starfsemi tengdri hrossum að Holtsmúla I í Landsveit, um hálftíma akstur fyrir austan Selfoss.

Í Holtsmúla búa þau Magnús og Svanhildur ásamt dætrum sínum Eddu Margréti, sem er fædd 8. janúar 2006, og Berglindi Maríu sem fæddist 29. maí 2008. Einnig búa að jafnaði 3 verknemar á staðnum sem koma í starfsnám til að læra vinnubrögð í frumtamningum, reiðmennsku og öðru tengdu hestamennsku og hrossarækt.

Í Holtsmúla er fjöldi hrossa, um 40 hryssur í folaldseign og fjöldi unghrossa í uppvexti auk um 40 hrossa á járnum. Hrossaræktin okkar er ung, elsti árgangurinn telur aðeins 5 tryppi sem fæddust árið 2001. En hrossaræktin fer ört vaxandi og er orðin viðamikil í samræmi við það. Hesthúsið telur um fjörtíu pláss, í eins og tveggja hesta stíum. Áföst því er reiðskemma sem er 22 x 14 metrar á kant.

Við bjóðum þig velkomna / velkominn að sækja Holtsmúla heim og kynnast okkur og starfsemi Úrvalshesta.

Hesthúsið og reiðskemman í Holtsmúla á köldum en fallegum vetrardegi